Tveir nemendur í 8. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Jósúa Eldar Ragnarsson og Óskar Atli Örvarsson, hafa unnið sér sæti í úrslitum Pangea stærðfræðikeppninnar 2025.
Alls tóku 2.289 nemendur í 8. og 9. bekk þátt í keppninni á landsvísu, en aðeins 50 þeirra komust áfram í úrslit, þar á meðal Jósúa og Óskar. Úrslitakeppnin fer fram laugardaginn 17. maí í Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík.
Pangea-keppnin er haldin árlega í yfir tuttugu Evrópulöndum og hefur verið haldin hér á landi frá 2016. Hún er opin öllum nemendum í 8. og 9. bekk og hvetur bæði þá sem eru efni í sterka stærðfræðinga sem og þá sem þurfa hvatningu til að treysta á eigin getu. Fyrsta umferðin er hönnuð til að efla sjálfstraust, en þeir hæstu komast áfram í úrslit þar sem hæfileikar þeirra eru metnir að verðleikum.
Í frétt frá BES er þeim Jósúa og Óskari óskð til hamingju með árangurinn auk þess sem stærðfræðikennarinn þeirra, Rakel Ýr Gunnlaugsdóttur, á þakkir skildar fyrir að halda utan um keppnina með fagmennsku og hvatningu sem skiptir sköpum fyrir nemendur.