Tveir próflausir komust ekki undan armi laganna

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá hádegi í gær til hádegis í dag stöðvaði lögreglan á Suðurlandi sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 143 km/klst hraða.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir ölvun við akstur og þrír fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna og reyndist einn þeirra vera með fíkniefni á sér. Tveir ökumenn voru stöðvaðir þar sem þeir óku bifreið án gildra ökuréttinda.

Lögreglan er með eitt heimilisofbeldismál til rannsóknar eftir nóttina og eignaspjöll voru unnin á húsi í umdæminu þar sem rúða var brotin.

Fyrri greinTröppusöngur inni og úti í miðbænum í kvöld
Næsta greinSjaldan séð jafn mikið vatn í Hólmsá