Helgin var góð hjá lögreglunni á Selfossi þó í einu og öðru hafi verið að snúast. Rétt fyrir hádegi í gær, sunnudag, var tilkynnt um bílveltu á Þjórsárdalsvegi við Þverá.
Mikil hálka var á veginum sem leiddi til þess að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni. Erlendir ferðamenn sem voru þarna á ferð á bílaleigubíl sluppu ómeiddir úr slysinu.
Þá fékk lögreglan tilkynningu um bíl sem fót útaf Skálholtsvegi skammt frá Ósabakka í gær. Aðstoð lögreglu var síðan afturköllum þar sem ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist ekki og bíllinn ekki í kaskó.
Tveir ökumenn voru kærðir um helgina vegna fíkniefnaaksturs. Karlmaður var stöðvaður í akstri á Selfossi á föstudag vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Auk þess reyndist hann sviptur ökurétti ævilangt. Í gær var svo kona kærð fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á Selfossi.