Lögreglan á Suðurlandi kærði tvo ökumenn fyrir að aka bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi í liðinni viku.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Einn var kærður fyrir að aka vinnuvél sviptur öku- og vinnuvélaréttindum og átta ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur.
Þá er Honda Civic bifreiðin sem lögreglan lýsti eftir á föstudag komin fram. Lögreglan þakkar þeim sem lögðu lið við leitina.