Tveir teknir undir áhrifum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn sólarhring hafa sjö ökumenn verið kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Sá sem hraðast ók var mældur á 140 km/klst.

Einn var stöðvaður undir áhrifum áfengis og annar undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna. Tveir ökumenn, sem ekki voru með gild ökuréttindi, voru einnig stöðvaðir.
Tveir ökumenn vörubifreiða voru kærðir fyrir of mikinn öxulþunga.

Auk þessara verkefna sinnti lögreglan útkalli vegna köfunarslyss á Þingvöllum í gær, þar sem meðvitundarlausri konu bjargað upp úr Silfru. Konan var komin með meðvitund þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hana og flutti á Landspítalann en ekki er vitað um frekara ástand hennar. Tildrög slyssins til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinÞrír sektaðir fyrir utanvegaakstur
Næsta greinJónas Karl áfram í vínrauðu