Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði einn ökumann grunaðan um ölvun við akstur um helgina og annan undir áhrifum fíkniefna.
För beggja var stöðvuð aðfaranótt laugardags, annar var á Eyrarbakkavegi en hinn í uppsveitum Árnessýslu.
Lögreglan hafði eftirlit með farþegaflutningum við Jökulsárlón og nágrenni í liðinni viku og þar voru þrír aðilar kærðir fyrir að stunda farþegaflutning í atvinnuskyni án þess að hafa til þess rekstrarleyfi. Viðkomandi gert að hætta akstri og fá sína sekt fyrir meint brot sín.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.