Tveir umsækjendur eru um stöðu skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni sem auglýst var í desember.
Umsækjendurnir eru Jóna Katrín Hilmarsdóttir, settur skólameistari ML og Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands.
Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn. Skipað er í embættið frá 26. janúar 2023.