Í síðustu viku voru kunngerð úrslit í smásagnakeppni íslenskra grunnskóla, sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir.
Samkeppnin sem haldin var í sjötta sinn hófst á evrópska tungumáladeginum þann 26. september 2015. við. Grunnskólinn í Hveragerði hefur tekið þátt í þessari skemmtilegu keppni undanfarin ár með mjög góðum árangri og að þessu sinni unnu tveir nemendur skólans til verðlauna.
Signý Ólöf Stefánsdóttir hlaut 1. verðlaun í flokknum 7.- 8. bekkur og Sólveig Lilja Guðjónsdóttir hlaut 1.-2. verðlaun í flokknum 6. bekkur og yngri.
Verðlaun afhentu fulltrúi FEKÍ og Mr. Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, við hátíðlega athöfn í Gerðubergi í Reykjavík.