Tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá boðin út

Stóru-Laxárbrú á Skeiða- og Hrunamannavegi. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Vegagerðin hefur boðið út brúargerð yfir Stóru-Laxá ásamt nýjum vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna brúar, breikkunar vegamóta við Skarðsveg og Auðsholtsveg og gerð reiðstígs.

Nýja brúin verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 metra löng í fjórum höfum. Lengd nýja vegkaflans er 1 kílómetri og reiðstígurinn er rúmir 300 metrar.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og frestur til að skila inn tilboðum er til 24. ágúst næstkomandi.

Verkinu á að vera að fullu lokið þann 30. september á næsta ári.

Fyrri greinBúsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra
Næsta greinSumar á Selfossi frestað