Konan sem slasaðist við hellaskoðun við Miklafell í Eldhrauni í dag reyndist tvíhálsbrotin, að sögn lögreglu, en ekki er vitað nánar um líðan hennar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á slysstað um kl. 14:30 í dag. Björgunarsveitarmenn úr Kyndli á Kirkjubæjarklaustri voru á undan þyrlunni á vettvang og hlúðu að konunni.
Ítalskur ferðamaður sem velti bíl í Skaftártungu í gær reyndist einnig tvíhálsbrotinn. Hann hlaut einnig nokkra höfuðáverka.