Um síðustu helgi fór fram í Laugardalshöllinni hönnunarkeppni „Stíll“ sem er árleg Samfés hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun.
Yfir 40 félagsmiðstöðvar tóku þátt og var umgjörðin í kringum keppnina hin glæsilegasta.
Þær Guðný Ósk Þorsteinsdóttir, Monika Pétursdóttir og Oddný Benónýsdóttir úr félagsmiðstöðinni Tvistinum á Hvolsveli unnu til tveggja verðlauna í keppninni, fyrir hárgreiðslu og fantasíuförðun.
Það var mat dómara að hönnunin sýndi frumlega hugsun og var skapandi, hún vakti jákvæða athygli og var hvatning til listsköpunar unglinga.