Tvö brunaútköll í kvöld

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var tvisvar kallað út í kvöld. Kl. 19:15 var tilkynnt um gróðureld við Útey í Laugardal og kl. 20:20 um eld í bílskúr við Ljósafossvirkjun.

Gróðureldurinn við Útey var minniháttar en á leið heim frá vettvangi barst útkallið frá Ljósafossvirkjun.

Þar lagði mikinn reyk frá bílskúr en menn höfðu verið að raða plötum í skúrnum og sett þær nálægt rafmagnsofni. Við það hitnaði í plötustæðunni og lagði mikinn reyk frá henni en eldurinn náði ekki að læsa sig í skúrnum.

Fyrri greinHlynur annar í Eyjum
Næsta greinEngin uppskera hjá Rangæingum