Tvö fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á Suðurlandi í gær og haldlögðu lögreglumenn þar meint ólögleg ávana- og fíkniefni.
Í dagbók lögreglunnar eru einnig skráð þrjú umferðarlagabrot, tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðar ók var á 123 km/klst á Suðurlandsvegi í Ásahreppi. Þá var einn ökumaður kærður fyrir akstur án réttinda.
Auk þessa varð eitt minniháttar umferðaróhapp austan við Kirkjubæjarklaustur, án meiðsla á fólki.