Tvö fíkniefnamál á Suðurlandi

Tvö fíkniefnamál komu upp hjá Lögreglunni á Suðurlandi í síðustu viku, á Eyrarbakkavegi og í Þorlákshöfn.

Ökumaðurinn sem var stöðvaður á Eyrarbakkavegi hafði í fórum sínum fjórar jónur og eina kúlu af hvítu dufti. Auk þess var hann grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.

Í Þorlákshöfn voru höfð afskipti af konu vegna gruns um að hún hefði í vörslum sínum fíkniefni. Við leit fundust hjá henni um 3 grömm af kannabis ásamt neyslutólum.

Fyrri greinFlatskjá stolið úr sumarbústað
Næsta greinKærleikskökur