Tvö ný smit á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tvö kórónuveirusmit greindust á Suðurlandi í gær, eitt í Þorlákshöfn og eitt í Hrunamannahreppi.

Þar með eru 47 manns í einangrun á Suðurlandi í dag. Fólki í sóttkví hefur fækkað mikið frá því í gær, mest á Selfossi en einnig í Hrunamannahreppi og Þorlákshöfn. Í dag eru 112 manns í sóttkví en voru 227 í gær.

Þá eru 162 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum. Þetta kemur fram í daglegum tölum frá HSU.

Fimm greindust með COVID-19 innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar við greiningu, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinTveir erlendir ferðamenn stöðvaðir fyrir hraðakstur
Næsta greinUppstilling hjá Miðflokknum