Tvö útköll hjá slökkviliðinu

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu hafa tvívegis verið kallaðir út í dag. Laust fyrir klukkan fimm var tilkynnt um eld í bil á leið niður Kambana.

„Það reyndist ekki vera eldur í bílnum þegar að var komið en mikill hiti og slökkviliðseiningin í Hveragerði gekk úr skugga um það að þarna væri ekki hætta á ferðum,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

Á svipuðum tíma var slökkviliðið á Selfossi kallað að gámasvæðinu við Hrísmýri þar sem eldur logaði í rusli og fóru tveir slökkviliðsmenn á staðinn þar til þess að aðstoða starfsmenn gámasvæðisins.

Fyrri greinÖruggur sigur gegn nýliðunum
Næsta greinKlúbbur matreiðslumeistara stofnar Suðurlandsdeild