Búið er að taka frá tvö svæði við Fimmvörðuháls sem útsýnisstaði yfir báðar gosstöðvarnar. Þessi svæði eru talin örugg og fólki því beint þangað.
Borið hefur við að bílar aki beint upp á þessa hóla án tillits til merkinga og leiðbeininga á svæðinu og skapar það hættu fyrir það fólk sem er á útsýnisstöðunum. Ökumenn eiga að leggja bílum sínum neðan við hólana til að minnka hættu á slysum.
Hnitin fyrir útsýnisstað yfir nýju gossprunguna eru 63°.37,903N og 19°.27,088W. Fyrir eldri gosstöðina eru hnitin 63°.37,981N og 19°.26,037W. Þeir sem eru búnir GPS tækjum eiga ekki að vera í neinum vandræðum með að finna þessa punkta. Þeir sem ekki eru útbúnir með GPS tæki geta fengið leiðbeiningar hjá þeim sem eru við eftirlit á svæðinu.
Lögregla og björgunarsveitir sinna gæslu og eftirliti á svæðinu og brýnt er fyrir fólki að fara eftir leiðbeiningum þeirra.