Tvö vinnuslys í Þorlákshöfn

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ferðamaður sem var á leið upp Reykjadal í Ölfusi síðastliðinn föstudag slasaðist á fæti þegar hann steig ofan í leir við hver í Rjúpnabrekkum fremst í dalnum.

Hann sökk í leirinn og brenndist upp á ökkla og var í kjölfarið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús.

Daginn áður varð alvarlegt vinnuslys í Þorlákshöfn þegar maður féll af vinnupalli við malarhörpu. Fallið var 3 til 4 metrar og slasaðist maðurinn alvarlega. Hann var fluttur á sjúkrahús og Vinnueftirlit kallað til frekari rannsóknar á vettvangi. Svo virðist sem handrið á vinnupallinum hafi gefið sig með þessum afleiðingum.

Annað slys varð í Þorlákshöfn á miðvikudag í síðustu viku þegar karlmaður féll um þrjá metra úr stiga við vinnu í nýbyggingu. Hann hlaut áverka á höfði og var fluttur á sjúkrahús.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinSelfoss með fullt hús stiga
Næsta greinÁ fullri ferð í Flóanum