Týnd í Þórsmörk – fannst í Reykjavík

Kona sem Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var farin að grennslast eftir í Þórsmörk fannst fyrir nokkrum mínútum í Reykjavík.

Konan, sem er erlend, ætlaði að ganga úr Básum yfir í Langadal en skilaði sér ekki þangað á réttum tíma og ekkert hafði heyrst frá henni þegar leitin hófst.

Konan hafði hins vegar meitt sig á fæti og ákvað því að taka rútuna til Reykjavíkur. Henni láðist hinsvegar að láta það fólk sem átti von á henni í Þórsmörk vita.

Hópur björgunarfólks var að hefja eftirgrennslan eftir konunni en til stóð að kanna vel svæðið í kringum Krossá þar sem konan hafði farið yfir ána.
UPPFÆRT KL. 21:41
Fyrri greinLenti í sjónum í Reynisfjöru
Næsta greinMaðurinn lagðist til sunds í Reynisfjöru