Týnda Toyotan fundin

Frá vettvangi slyssins við Þrengslavegamót. Ljósmynd/Lögreglan

Bíllinn sem hvarf af vettvangi umferðarslyss við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar síðastliðið þriðjudagskvöld er fundinn.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, staðfesti í samtali við sunnlenska.is að bíllinn hefði fundist í malargryfju í Ölfusinu og virðist ekki vera skemmdur, umfram þær skemmdir sem hlutust af útafakstrinum.

Þegar vinnu lögreglu og sjúkraliðs lauk á vettvangi á þriðjudagskvöld var bíllinn skilinn eftir en hann var horfinn þegar dráttarbílaþjónusta kom á vettvang, innan við klukkustund síðar. Bílnum virtist hafa verið ekið af vettvangi þrátt fyrir skemmdir á framenda.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi en þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna.

TENGDAR FRÉTTIR:
Bifreið hvarf af vettvangi slyss

Fyrri greinEva Björk gefur kost á sér
Næsta greinBjörgunarsveitir fá nýjar færanlegar rafstöðvar