Hjón á áttræðisaldri týndu umslagi sem í voru 3000 evrur mest í 200 evru seðlum síðdegis á miðvikudaginn var. Verðmæti evranna er tæplega hálf milljón króna.
Hjónin fóru í Íslandsbanka á Selfossi á milli kl. 14 og 16 á miðvikudag þar sem þau tóku út gjaldeyrinn til að nota í utanlandsferð sem þau voru á leið í. Þegar þau voru að búa sig til ferðarinnar í gær fundu þau ekki umslagið með gjaldeyrinum.
Hugsanlegt er að umslagið hafi glatast á Selfossi eða í Hveragerði.
Lögreglan biður fólk að hafa augun hjá sér á þessum tilgreindu stöðum og líta eftir umslagi sem hugsanlega gæti legið í götunni, í görðum eða annars staðar og hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 finnist umslagið með evrunum.