Ulla Hillers hætt eftir fjörutíu ár í búinu

„Já, ég er hætt í mjólkurbúinu, ég byrja á því að fara í sumarfrí og svo verð ég löggilt gamalmenni í september, þannig að þetta er orðið gott, enda er ég búin að vinna í tæp fjörutíu ár í búinu.“

Þetta segir Ulla Hillers á Selfossi þegar hún var spurð hvort hún væri hætt í mjólkurbúinu á Selfossi.

Þegar Ulla hóf störf í búinu byrjaði hún í Camembert ostinum og jógúrtinu en starfaði þó nærri öll árin á rannsóknarstofu búsins.

„Það var mjög gott að vinna í mjólkurbúinu enda traustur vinnustaður og aldrei neitt vesen. Þá hef ég unnið með úrvals starfsfólki í gegnum árin. Nú held ég áfram í vatnsleikfiminni og gera eitthvað fleira skemmtilegt en ég fer að jafnaði í sund fjórum sinnum í viku,“ sagði Ulla ennfremur í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinBárðarbunga í beinni á netinu
Næsta greinEkkert dregur úr skjálftavirkni