Um 100 björgunarsveitarmenn eru nú við leit eða á leiðinni upp að Sveinsgili þar sem maður féll ofan í á. Veður er tekið að versna á slysstað, byrjað að rigna og skyggni litið.
Hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum, björgunarsveitir úr Árnessýslu, og straumvatnsbjörgunarhópar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu hafa bæst við leitarhópinn.
Göngumennirnir voru tveir á ferð og fóru yfir ísbrún þegar annar þeirra féll niður um hana og ofan í á.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á staðnum og aðstoðar við leit og að ferja leitarmenn um svæðið.