Um 60 björgunarmenn að störfum

Í dag verða 50-60 björgunarsveitarmenn að störfum á Suðausturlandi þar sem lífið er óðum að komast í eðlilegt horf eftir öskufall af völdum eldgossins í Grímsvötnum.

Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu standa vaktina í dag og munu verkefnin aðallega felast í að fara með slökkviliði og tankbílum á bæi og skola hús, þök og hreinsa rennur og niðurföll.

Fyrri greinÓk skellinöðru aftan á bíl
Næsta greinMýrdælingar tilbúnir fyrir stórt ferðasumar