Um níu þúsund manns mættu á opnunarhelgina

Sunneva Einars og aðrir áhrifavaldar drógu tjöldin frá við opnun.

Það var sannkölluð partístemmning þegar Gina Tricot í Smáralind opnaði dyr sínar í fyrsta sinn síðastliðið föstudagskvöld á slaginu klukkan átta.

Fyrstu gestir mættu um fjórum klukkustundum fyrir opnun og hleypa þurfti inn í hollum. Það voru áhrifavaldarnir Sunneva Einars, Brynhildur Gunnlaugs, Sara Jasmín Sig og Birta Líf sem opnuðu verslunina eftir að Helga Margrét og Albert Þór, umboðsaðili Gina Tricot, höfðu talið niður í opnunina.

DJ Guðný sá um dúndrandi tónlist, boðið var upp á léttar veitingar og fyrstu viðskiptavinirnir voru leystir út með gjafapoka.

Það var frábær stemning í versluninni alla helgina en 9.000 manns (*8.798 tölur úr teljara) mættu á opnunarhelgina!

Á rúmu ári eru verslanir Gina Tricot orðnar fjórar talsins, netverslun ginatricot.is opnaði í mars 2023, í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri opnuðu verslanir nánast samtímis í nóvember í fyrra og nú bætist Smáralind.

Gina Tricot á Islandi er rekin í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon. „Við byrjuðum hér í Smáralind fyrir um einum og hálfum áratug síðan þegar við eftirminnilega opnuðum fyrstu Lindex verslunina á Íslandi. Við erum því ótrúlega spennt að vera komin hingað aftur og nú með nýjustu viðbótina okkar, Gina Tricot,“ segir Lóa Dagbjört.

Anna Árnadóttir, Lóa Dagbjört með Kristján Þór og fulltrúar Gina Tricot Hanna Aronsson og Elenor Enhage ásamt Alberti Þór.
Raðir í mátun.
Glaðir viðskiptavinir.
Anna Júlía, Brynhildur og Lóa Dagbjört.
Anna Margrét, Olena, Anna og Eva.
Glaðir viðskiptavinir.
Ástrós Trausta skoðar vörur í versluninni.
Gina Tricot.
Glaðir viðskiptavinir.
Glaðir viðskiptavinir.
Opið var fram eftir kvöldi og hleypa þurfti inn í hollum.
Sunneva Einars og Birta Líf sem halda úti podcastinu Teboðið.
Daníel Victor og Magnús Valur.
Talið niður í opnun DJ Guðný, Helga Margrét og Albert Þór.
Röð út að dyrum Smáralindar.
Gestir tóku að mæta fjórum klukkustundum fyrir opnun.
Fyrri greinTónleikar og helgistund á aftökudegi Jóns Arasonar
Næsta greinPólskir menningardagar í Listasafninu