Það var sannkölluð partístemmning þegar Gina Tricot í Smáralind opnaði dyr sínar í fyrsta sinn síðastliðið föstudagskvöld á slaginu klukkan átta.
Fyrstu gestir mættu um fjórum klukkustundum fyrir opnun og hleypa þurfti inn í hollum. Það voru áhrifavaldarnir Sunneva Einars, Brynhildur Gunnlaugs, Sara Jasmín Sig og Birta Líf sem opnuðu verslunina eftir að Helga Margrét og Albert Þór, umboðsaðili Gina Tricot, höfðu talið niður í opnunina.
DJ Guðný sá um dúndrandi tónlist, boðið var upp á léttar veitingar og fyrstu viðskiptavinirnir voru leystir út með gjafapoka.
Það var frábær stemning í versluninni alla helgina en 9.000 manns (*8.798 tölur úr teljara) mættu á opnunarhelgina!
Á rúmu ári eru verslanir Gina Tricot orðnar fjórar talsins, netverslun ginatricot.is opnaði í mars 2023, í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri opnuðu verslanir nánast samtímis í nóvember í fyrra og nú bætist Smáralind.
Gina Tricot á Islandi er rekin í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon. „Við byrjuðum hér í Smáralind fyrir um einum og hálfum áratug síðan þegar við eftirminnilega opnuðum fyrstu Lindex verslunina á Íslandi. Við erum því ótrúlega spennt að vera komin hingað aftur og nú með nýjustu viðbótina okkar, Gina Tricot,“ segir Lóa Dagbjört.















