Umdeilt aðalskipulag

Sveitarstjórn Skaftárhrepps bárust 45 athugasemdir við nýtt aðalskipulag. Annars vegar vegna stækkunar Vatnajökulsþjóðgarðs og hins vegar vegna þriggja virkjana.

Virkjanirnar eru Hólmsárvirkjun, Búlandsvirkjunr og Hnútuvirkjun.

„Í athugasemdum eru virkjanaandstæðingar heldur samþykkir stækkun þjóðgarðs. Á móti hafa þeir, sem eru á móti stækkun, ekki uppi miklar athugasemdir við virkjanir,“ segir Bjarni Daníelsson sveitarstjóri í samtali við Sunnlenska. „Þær kristalla vel mismunandi afstöðu til landeignar og nýtingaréttar.“

Sveitarstjórn samþykkti að kynna sér athugasemdirnar en taka þær ekki til efnislegrar umfjöllunar fyrr en að loknu sumarhléi í september.

Fyrri greinHerjólfur festist í höfninni
Næsta greinGambrinn veikari en pilsner