Umfangsmikil gatnagerð í Hveragerði

Kostnaður við enduruppbyggingu götunnar Heiðmerkur í Hveragerði er ekki undir 80 milljónum króna. Er það langstærsta gatnagerðar­framkvæmd sem ráðist hefur veirð lengi í bænum.

Verulegar skemmdir urðu á fráveitulögnum í götunni í jarðskjálftunum í maí 2008 og verður fjármunum sem fengust vegna þess tjóns m.a. varið í gatnagerðar­fram­kvæmd­irn­ar. Þá verður að ráðast í endurnýjun hitaveitu­lagna í götunni sem eru orðnar úr sér gengnar og nemur kostnaðurinn við þær um 20 milljónum króna, sem eru hluti af heildarkostnaðinum.

Kostnaðurinn vegna hitaveitulagnanna lendir hjá Hveragerðisbæ vegna ákvæðis í samningi sem gerður var þegar hitaveitan var seld Orkuveitu Reykjavíkur 2004, þar sem endurnýjun lagna í tveimur af stærri götum bæjarins, Heiðmerkur og Þelamerkur var skilin eftir sem verkefni Hveragerðisbæjar.

Fyrri greinHestaútflutningurinn hafinn
Næsta greinPerlan byrjuð að dæla