Umferð eykst á Lyngdalsheiði

Umferðin um hinn nýja Lyngdalsheiðarveg hefur aukist um 8% frá því í fyrra og lítur út fyrir að umferðin í ár verði að meðaltali 700 bílar á sólarhring allt árið.

Miðað við umferðina það sem af er sumri má reikna með að meðalumferðin í ár verði ríflega 400 bílar á sólarhring eða á bilinu 375-435 bílar. Vegagerðin telur góðar til þess að umferð muni enn aukast um nýja veginn yfir Lyngdalsheiði, á þessu ári miðað við síðasta ár.

Í frétt frá Vegagerðinni kemur fram að þegar langt er liðið á sumar eru líkur til þess að meðalumferð um nýjan Suðurstrandaveg verði um 350 bílar á sólarhring fyrir alla leiðina Þorlákshöfn í Grindavík.

Fyrri greinUmsvifin aukast í Sögusetrinu
Næsta greinHraðatakmarkanir við þjóðgarðinn