Umferð gekk vel um helgina

Mikil umferð var í Árnessýslu um helgina sem í heild gekk mjög vel fyrir utan eitt óhapp sem varð á Suðurlandsvegi í Flóa.

Þar hafði ökumaður bifreiðar dregið úr hraða og ætlaði að beygja til vinstri inn á Langholtsveg. Í sama mund var bifreið með tjaldvagni ekið framúr með þeim afleiðingum að bifreiðarnar skullu saman.

Engin slasaðist alvarlega en ökutækin skemmdust mikið og voru óökufær eftir áreksturinn.

Í dagbók Selfosslögreglunnar kemur fram að í liðinni viku voru 44 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, tveir fyrir fíkniefnaakstur og einn fyrir ölvunarakstur.

Fyrri greinDofri Snorrason í Selfoss
Næsta greinNefbrotinn eftir líkamsárás