Búast við umferðartöfum á vegum á Suðurlandi næstu daga vegna fjárrekstra. Fyrstu réttir haustsins verða föstudaginn 11. september, þegar réttað verður í Skaftholtsréttum og Hrunaréttum.
Þannig auglýsir Skeiða- og Gnúpverjahreppur á heimasíðu sinni að tafir verði á umferð á þjóðvegi nr. 32, Þjórsárdalsvegi, fimmtudaginn 10. september, föstudaginn 11. september og á þjóðvegi nr. 30 Skeiða- og Hrunamannavegi laugardaginn 12. september vegna fjárrekstra.
Sama á við um fjárrekstur af Hrunamannaafrétti en safnið kemur fram á morgun fimmtudag 10. september og má þá búast við umferðartöfum á Skeiða- og Hrunamannavegi ofan Flúða (30) frá Tungufellsvegi að Kirkjuskarði. Féð er síðan rekið um Kirkjuskarð eftir Hrunavegi (344) að Hrunaréttum þar sem réttað verður á föstudag 11. september kl. 10:00.