Fólksbíll og olíuflutningabíll lentu í árekstri á tólfta tímanum í morgun á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Skógum.
Viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi og búast má við einhverjum umferðartöfum.
Fjórir voru í fólksbílnum og slösuðust tveir þeirra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn en síðan snúið við.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.