Umferðartafir við Ytri-Rangá

Ljósmynd/Landsnet

Hitaveitulögn við brúna yfir Ytri-Rangá hefur bilað tvisvar á stuttum tíma og því verður hún endurnýjuð á næstu dögum. Þessu fylgir bæði heitavatnsleysi og umferðartafir.

Undirbúningsvinna vegna verksins stendur yfir í dag og á morgun og því verður önnur akreinin yfir brúna lokuð í nokkrar klukkustundir með tilheyrandi umferðartöfum.

Það sama verður uppi á teningnum 19.-20. nóvember með röskun á umferð yfir brúna.

Miðvikudaginn 21. nóvember verður gamla lögnin fjarlægð og nýja lögnin hífð á sinn stað. Þá annarri akgreininni lokað allan daginn og fyrir alla umferð með hléum. Þetta gætu orðið nokkrar 30-40 mínútna lokanir sem dreifast yfir daginn eftir því hvernig verkinu miðar. Þennan dag verður lokað fyrir heita vatnið á svæðinu frá Rauðalæk til og með Hvolsvelli. Lokað verður kl. 13:00 og gert er ráð fyrir að heita vatnið verði aftur farið að streyma fyrir miðnætti.

Fyrri greinStefán og Jana Lind Skjaldarhafar
Næsta greinKirkjuvegur 18 rifinn