Umferðartafir við Ytri-Rangá – Bilun í stofnlögn

Ljósmynd/Landsnet

Umferðartafir verða á Suðurlandsvegi við brúnna yfir Ytri-Rangá í kvöld þar sem vinna á við hitaveitulögn sem liggur meðfram brúnni. Komið hefur upp leki í lögninni sem veitir vatni til íbúa á veitusvæði Rangárveitna austan Ytri Rangár og Ægissíðu.

Viðgerð hefst um kl. 20:00 og er búist við að hún standi fram eftir kvöldi. Loka þarf fyrir heita vatnið á meðan á henni stendur.

Lekinn í lögninni er þar sem hún liggur yfir brúna yfir Ytri Rangá og því verður önnur akrein brúarinnar lokuð.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Vegfarendur eru beðnir að sína aðgát við vinnusvæðið.
UPPFÆRT KL. 20:00.
Fyrri grein„Fólk tekur okkur fagnandi“
Næsta greinHjólagrafa á hliðina