Umhverfismars á Sólheimum

Marsmánuður verður tileinkaður umhverfinu á Sólheimum og er markmiðið að auka umhverfisvitund íbúa Sólheima sem og aðgerðir í átt að umhverfisvænni lífstíl.

Skógar verða í sérstökum brennidepli þar sem árið í ár er tileinkað skógum hjá Sameinuðu þjóðunum.

Sesseljuhús mun standa fyrir ýmsum uppákomum að þessu tilefni, má þar nefna vinnustofur um endurvinnslu og takmörkun á rusli þar sem þátttakendum gefst einnig tækifæri á að föndra úr umbúðum og öðru sem til fellur, einnig verða vinnustofur um orku- og vatnssparnað, heilsu og hollustu auk göngutúra, fataskiptamarkaðs og fleira.

Heimasíða Sesseljuhúss

Fyrri greinSláturhúsið selur Kjötbankann
Næsta greinSelfoss tvöfaldur bikarmeistari