Í haust verður haldinn íbúafundur í Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem óskað verður eftir þátttöku íbúa Ölfuss við gerð og þróun umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Ölfuss setti af stað nefnd síðastliðinn vetur til að vinna drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Nefndin hefur ákveðið að halda íbúafund í haust.
Meðal útgangspunkta sem verða notaðir til að kveikja umræðu á fundinum má nefna auðlindir, samgöngur, veitumál, skipulagsmál og mengunarvarnir.