Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2015 voru afhent á Kjötsúpuhátíðinni um síðustu helgi.
Snyrtilegasta fyrirtækið er Landeyjahöfn og á móti verðlaununum tóku þau Sigmar Jónsson og Hólmfríður Kristín Helgadóttir.
Agnes Hlín Pétursdóttir tók á móti umhverfisverðlaunum fyrir afa og ömmu sína í Ytri-Skógum, þau Kristínu Þorsteinsdóttur og Sigurð Sigurjónsson en þau fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta garðinn.
Félagsbúið Stóra Mörk hlaut verðlaun fyrir snyrtilegasta býlið. Ásgeir Árnason og Ragna Aðalbjörnsdóttir tóku á móti verðlaununum.