Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps afhenti þrenn umhverfisverðlaun á 17. júní hátíðarhöldum Umf. Þjótanda við Einbúa.
Þau Rósa Matthíasdóttir og Freyr Baldursson í Hraunmörk fengu viðurkenningu fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Icelandic Cottages og Ingimundur B. Garðarsson og Þórunn Kristjánsdóttur á Vatnsenda fengu viðurkenningu fyrir myndarlega uppbyggingu og fallegan og vel hirtan garð.
Þá fékk Hafsteinn Hafliðason í Þingborg viðurkenningu fyrir leiðandi starf fyrir Skógræktarfélag Hraungerðishrepps og holl ráð við alla fegrun umhverfis við félagsheimili, leikskóla og skrifstofur sveitarfélagsins í Þingborg.