Atvinnuleysi heldur áfram að minnka en það mældist 3,1% á Suðurlandi í júlímánuði. 2,4% meðal karla en 4% meðal kvenna.
Þetta jafngildir 0,1% lækkun frá júnímánuði enda breytist almennt atvinnuleysi lítið milli júlí og ágúst. Ef miðað er við sama tíma í fyrra þá er atvinnuleysi nú 1,4% minna en þá. Á Suðurlandi voru 444 án atvinnu í júli, sem er 194 færri en á sama tíma í fyrra.
Ef atvinnuleysi er skoðað eftir sveitarfélögum sést að 214 voru án atvinnu í Árborg og 49 í Hveragerði en þar hefur orðið mikil breyting eins og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri bendir á í bloggfærslu. Þar vekur hún athygli á því að atvinnuleysi í Hveragerði hefur dregist saman um 55% síðan í desember 2010.