Undir áhrifum fimm ólöglegra efna undir stýri

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann innanbæjar á Selfossi á mánudaginn í síðustu viku grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Fíkniefnapróf gaf jákvæða svörun á fimm ólögleg efni og er nú beðið eftir niðurstöðu á magnmælingum þessara efna í blóði mannsins.

Maðurinn reyndist að auki aka sviptur ökurétti vegna fyrri brota sinna.

Fyrri greinAðeins þrjú hraðakstursbrot á einni viku
Næsta grein„Fasteignamarkaðurinn á Selfossi er mjög líflegur“