Haldið verður upp á 60 ára afmæli Þorlákshafnar með glæsilegri afmælishátíð dagana 1.-5. júní nk.
Árið 1951 voru fyrstu þrjú húsin byggð á Egilsbrautinni, en þau marka upphaf byggðarkjarnans Þorlákshafnar.
Haldin verður vegleg afmælishátíð dagana 1.-5. júní, um Hafnardagahelgina. Íbúar Ölfuss bjóða þá brottflutta Ölfusinga sérstaklega velkomna en einnig alla sem hafa áhuga á að fagna með þeim
Anna Greta Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri afmælishátíðarinnar en hún átti fund með fjölmörgum aðilum í Þorlákshöfn í síðustu viku.
Unnið er að gerð dagskrár og eru allir hvattir til að koma góðum hugmyndum á framfæri og taka þátt í að gera eitthvað, sérstaklega félög, stofnanir og fyrirtæki. Auðvelt er að hafa samband við Önnu Gretu með því að senda henni póst á netfangið anna@bardusa.is.
Þá hefur einnig verið auglýst eftir lögum í sönglagakeppni Hafnardaga en lagi þarf að skila inn fyrir 10. maí.