Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi.
Svo virðist sem undirstöður brúarinnar hafi veikst töluvert undanfarnar klukkustundir, þannig að brúin er ekki lengur traust.
Lögreglan bendir þeim sem þurfa að fara um Skaftártungu að opið er um afleggjarann við Laufskálavörðu.
Enn rennur jafn mikið vatn um Eldvatn og svæðið í kring og í stærstu Skaftárhlaupum fram til þess. Þetta segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í samtali við RÚV. Þrátt fyrir að rennsli um Eldvatn hafi minnkað um meira en helming sé vatn á svæðinu núna álíka mikið og það mesta sem hann hafi séð fram til þes