Varpið hjá Bykohröfnunum á Selfossi vekur alltaf mikla athygli en eins og sunnlenska.is greindi frá á dögunum voru sjö egg komin í laupinn.
Nú eru ungarnir byrjaðir að klekjast úr eggjunum og eru tveir ungar komnir í heiminn og vonandi fimm aðrir væntanlegir mjög fljótlega.
Þetta er í ellefta skiptið á síðustu tólf árum sem hrafnar verpa í Byko og hafa ungarnir komist á legg í öll árin, nema árið 2020, þegar þeir drápust allir.
Byko er með vefmyndavél við laupinn sem er sérstaklega skemmtilegt að skoða þessa dagana, á meðan eggin eru að klekjast út og foreldrarnir byrjaðir að mata ungana.
Hægt er að skoða hana hérna.