Unglingadeildin Ýmir fékk stóra ávísun

Afrakstur góugleði Kvenfélagsins Einingar Hvolsvelli í mars var afhentur á dögunum en það var unglingadeild Björgunarsveitarinnar Dagrenningar, Ýmir sem fékk peninginn að þessu sinni.

Ákveðið var að kaupa merktar peysur fyrir deildina. Einnig ætla meðlimir deildarinnar að fara til Reykjavíkur og skoða höfuðstöðvar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Almannavarna. Formaður Björgunarsveitarinnar Dagrenningar er Magnús Einarsson, en Harpa Þorsteinsdóttir stýrir unglingadeildinni.

Kvenfélagið óskar þessum flottu krökkum alls hins besta í framtíðinni en Landsbankinn á Hvolsvelli lét útbúa stóra ávísun til að afhenda deildinni, kvenfélaginu að kostnaðarlausu.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Freyja Friðriksdóttir, Magnús Einarsson formaður, Arna Þöll Bjarnadóttir formaður góuballsnefndar, Agnes Pétursdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir umsjónarmaður unglingadeildarinnar og Sæbjörg Eva Hlynsdóttir. Fyrir framan er Högni Þorsteinsson.


Góugleðinefndin Frá vinstri: Guðbjörg Sigurðardóttir, Maren Guðmundsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Arna Þöll Bjarnadóttir, Erla Berglind Siguraðrdóttir. Margrét Tryggvadóttir formaður kvenfélagsins Einingar, Brynja Bergsveinsdóttir meðstjórnandi og Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir gjaldkeri.

Fyrri greinBókauppboðið tókst vel – Plöntubókahelgi framundan
Næsta greinRjómabúið á Baugsstöðum opið í sumar