Unglingar óku um reiðvegi í Rangárþingi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan hafði afskipti af fjórum drengjum fæddum 2005 og 2006 vegna aksturs þeirra á og við reiðvegi í Rangárþingi ytra síðastliðinn föstudag.

Lögreglumenn ræddu við foreldra drengjanna auk þess sem málið verður sent barnavernd til afgreiðslu.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki viðeigandi verndarbúnað fyrir barn í bíl sínum og annar fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar sinnar.

Að undanförnu hefur lögregla haft afskipti af flutningi á heyrúllum á kerrum og vögnum. Borið hefur á því að slíkur farmur væri ekki nægjanlega festur og ljóst er að rúllurnar verða ansi dýrar þegar sekt fyrir að binda þær ekki á kerruna bætist við kaupverðið.

Fyrri greinTryggvi framlengir til þriggja ára
Næsta greinGrímsvatnagossins minnst í sumar