Skipun undirbúningshóps sem vinna á að stofnun ungmennaráðs í Hveragerði var einróma samþykkt á fyrsta fundi bæjarstjórnar sl. sunnudag.
Undirbúningshópurinn hafi það hlutverk að gera tillögu að stofnun ungmennaráðs, skilgreina hlutverk þess og samsetningu. Tilgangur ungmennaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Hveragerði.
Bæjarstjórn samþykkti ennfremur að Friðrik Sigurbjörnsson, Sandra Sigurðardóttir og Sunna Björk Guðmundsdóttir skipi undirbúningshópinn er ljúka skal störfum fyrir 1. september nk.