Ungmennaráð vill efla sálfræðiþjónustu í grunnskólum

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Ungmennaráð Árborgar leggur til að efla sálfræðiþjónustu í grunnskólum með því að auka viðveru sálfræðinga í grunnskólum sveitarfélagsins.
 
Ungmennaráðið sat fund bæjarstjórnar Árborgar í gær og fyldi
Guðmundur Bjarni Brynjólfsson, fulltrúi í ungmennaráði, tillögunni úr hlaði.
 
Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir öfluga sálfræðinga hjá skólaþjónustu sveitarfélagsins þá er aðgengi hins almenna nemenda mjög lítið að fyrstu stigum sálfræðiþjónustu í grunnskólunum. Það auki traust nemenda að sálfræðingur skólans sé sýnilegur reglulega og augljóslega virkur á meðal starfsmanna skólans. Þetta auki líka líkur á því að starfsmenn skólanna leiti til sálfræðinga með málefni nemenda þeirra.
 
Að loknum umræðum um tillöguna samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar Árborgar.
Fyrri greinIngvi Rafn framlengir
Næsta greinLeikskóladeildum á Selfossi fjölgar