Undanfarna daga hefur Landgræðsla ríkisins unnið að lagfæringum og landbótum við Hlíðarvatn í Selvogi.
Verkefnið felst í því að melfræi er sáð í sandinn á þeim stöðum þar sem ekki hefur tekist að mynda varanlega gróðurþekju, einnig er dreift hænsnaskít á stærri svæðin.
Á heimasíðu Landgræðslunnar kemur fram að svæðið sé viðkvæmt og hætta er á að gróðurinn hörfi og uppblástur aukist ef ekki verður brugðist við með viðeigandi hætti.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Vegagerð ríkisins og er það Bjarni Arnþórsson hjá Landgræðslunni sem hefur yfir umsjón með framkvæmdum en hann þekkir svæðið vel vegna landgræðslustarfa í Selvoginum undanfarin ár.