Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom í Hveragerði í morgun en hún vinnur að rannsókn eldsvoðans í Eden með rannsóknardeildinni á Selfossi.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er talið að eldurinn hafi komið upp í eldhúsi í veitingahluta hússins. Von er á vinnuvélum á svæðið til þess að bæta aðgengi að vettvangi og tryggja þannig rannsóknarhagsmuni.
Samkvæmt upplýsingum á skra.is er brunabótamat húsanna sem brunnu; verslunar, veitingahúss, milligangs og gróðurhúsa rúmar 287 milljónir króna.