Að sögn Tryggva Guðmundssonar, stjórnarmanns í Gufu ehf., hafa framkvæmdir við nýtt gufubað á Laugarvatni gengið nokkurn veginn eins og að var stefnt en uppsteypa hófst í haust.
Frost á Laugarvatni hefur tafið lítillega fyrir steypuframkvæmdum en verkið er óðum að taka á sig mynd. Það er verktakafyrirtækið SÁ Verklausnir sem vinnur verkið sem er upp á um 400 milljónir króna.
Að sögn Tryggva er markaðsstarf komið af stað en verið er að kynna gufubaðið fyrir ferðaþjónustuaðilum. Ætlunin er að opna í júní á næsta ári.