Unnið að bilanaleit í gatnalýsingu á Selfossi

Allt slökkt í Fossheiðinni síðdegis í dag. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Facebookhópurinn Íbúar á Selfossi hefur logað síðustu daga þar sem ekki kviknar á ljósastaurum í mörgum götum bæjarins.

Ástandið er hvimleitt svona í svartasta skammdeginum og skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að unnið sé að viðgerðum á gatnalýsingu en bilanaleit er í gangi og allt kapp lagt á að koma lýsingu í lag eins fljótt og auðið er.

Íbúar eru hvattir til að sýna þolinmæði og þeir sem hafa spurningar geti sent fyrirspurn á ábendingagátt Árborgar. Miðað við umræðuna í íbúahópnum hafa þær ábendingar haft takmarkaðan árangur.

Fyrri greinLögreglan leysti upp hópslagsmál í heimahúsi
Næsta grein„Við erum bara einhver skóli úti á landi sem enginn er að pæla í“